Eitt sinn var ljóska sem hringdi í Jón og sagði:
“Ég keypti mér púsluspil í gær og ég get ekki sett það saman, ég finn ekki einu sinni hornin.
Geturðu komið og hjálpað mér?”
“Hvernig púsluspil er þetta?” spurði Jón.
“Það er einhver hani framan á kassanum” sagði ljóskan.
Jón kom, horfði á púsluspilahrúguna og sagði:
“Ég held að það sé best að þú látir kornflögurnar aftur í pakkann.”
