====================================================
Frakki, Englendingur og Íslendingur verða fyrir því óhappi í svartasta frumskógi Afríku, að vera handsamaðir af blóðþyrstum villimönnum. Þegar að komið er með þá í þorpið gengur höfðinginn að þeim og segir, “Vondu fréttirnar eru þær að við ætlum að drepa ykkur og svo ætlum við að nota skinnið af ykkur til að búa til kanó. Góðu fréttirnar eru þær að þið fáið að ráða hvernig þið deyjið.”
Frakkinn segir, “ég vil taka inn eitur og deyja eins og maður.”
Höfðinginn lætur hann fá eitur og Frakkinn segir, “Vive la France” og drekkur það.
Englendingurinn segir,“gæti ég ekki vinsamlegast fengið byssu, ef það er ekki of mikil fyrirhöfn.” Höfðinginn lætur hann fá byssu sem að Englendingurinn beinir að höfði sér og segir, “God save the Queen” og skýtur sig.
Íslendingurinn segir, “láttu mig fá gaffal,” höfðinginn er frekar hissa á þessari bón, yptir öxlum og lætur hann fá gaffal. Íslendingurinn rífur til sín gaffalinn og byrjar að stinga sig á fullu í magann, brjóstkassann og hendurnar og eiginlega allstaðar þar sem að hann nær til.
Blóðið spýtist í allar áttir og höfðingjanum er mjög brugðið og öskrar, “hvað ertu eiginlega að gera maður?”
Íslendingurinn lítur á höfðingjann sigrihrósandi og öskrar á hann, “HAH, það verður lítið úr helvítis kanónum núna”
Nirvana owna!