Svona sendi ég hann inn um daginn og þá getur maður séð hvað þeir meina, sbr. “að störfum” og “ýtt bílnum”.
Einu sinni voru nokkrir íslenskir starfsmenn að störfum við Kárahnjúka. Þeir þurftu að leysa ákveðið verk af hendi en það stóð bifreið í veginum svo þeir gátu með engu móti athafnað sig nema þeir gætu einhvernveginn ýtt bílnum í burtu. Eigandi bílsins var þarna hjá en hann var Ítalskur og ekki kunnu okkar menn stakt orð í ítölsku, en þó kunnu þeir hrafl í ensku. Þannig að þeir gegu upp að manninum og sögðu “Sorry, but we're starving here, may we eat(ýt) your car?”