„Gamli vinur, ég gelymi þér aldrei. Ef þú deyrð á undan mér, þá ætla ég að fara að gröf þinni vikulega og leggja gjafir á leiðið til að sýna þér að ég hafi ekki gleymt vináttu okkar. Ég ætla að setja kassa af uppáhalds vindlunum þínum á gröfina þína.“
„Og ætlaru líka að koma með eldspýtur?“
„Eldspýtur? Þú þarft varla á þeim að halda þar sem þú lendir!“
„Jæja,“ sagði Þórhallur, sem lá á banasænginni, „það er víst komið að þvi að gera erfðaskrána. Fyrst áttu að setja inn kláusu um að allir starfsmenn sem unnið hafa hjá fyrirtækinu í 20 ár eða lengur fái 300 þúsund krónur hver.“
„En það eru ekki liðin 20 ár síðan þú stofnaðir fyrir tækið,“ sagði lögfræðingurinn hans.
„Þð veit ég vel,“ sagði Þórhallur. „En það verður góð auglýsing.“
„Ef ég dey, ætlaru þá að vitja grafar minnar oft?“
„Já, ætli það ekki. Kirkjugarðurinn er hvort eð er í leiðinni þegar ég fer í hárgreiðslu.“