Enn einn ljósku......
Það var ljóska sem fékk brjálaðann áhuga á dorgveiði
Hún varð sér út um allan búnað til þess arna, veiðigræjur, borsveif, stól og hvað ekki.
Nú, svo var að skella sér í veiði. Hún kom sér fyrir úti á ísnum,
settist á stólinn og fór að bora.
Þá gall við rödd sem sagði: “Hér er enginn fiskur.” Henni varð bylt
við og leit í kringum sig en sá engan. Hún færði sig um set.
Á nýjum stað kom hún sér fyrir settist á stólinn og fór að bora. Og
aftur gall við röddin: “ Hér er enginn fiskur.”
Aftur tók hún saman græjurnar og færði sig um set. Og sem hún
byrjar aftur að bora gellur við röddin: “Hér er enginn fiskur.”
Hún spyr með titrandi röddu.
“Er…, er þetta Guð?”
“NEI! Þetta er umsjónamaður skautahallarinnar og hér er engan fisk
að hafa…”