,, En dómari, ég var ekkert drukkinn, ég var bara að drekka.“
,,Nú, það breytir öllu. Þá dæmi ég þig ekki í eins mánaðar fangelsi, heldur bara 30 daga.”
Dómarinn: ,,Svafstu hjá þessari konu?“
Vitnið: ,,Nei, mér kom ekki dúr á auga.”
Lögfræðingurinn: ,,Er þér ljóst að þú hefur svarið að segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.“
Sakborningurinn: ,,Já.”
Lögfræðingurin: ,,Og er þér ljóst hvað gerist ef þú segir ekki sannleikann hér fyrir réttinum?“
Sakborningurinn: ,,já, þá verð ég ákærður fyrir meinsæri.”
Lögfræðingurinn: ,,Rétt er það. Og ef þú segir sannleikann…“
Sakborningur: ,,…Þá töpum við málinu!”