Dag einn var Pési að kvarta við vin sinn, “mér er alveg hrikalega illt í olnboganum. Ég held að ég verði að fara til læknis”.
Félaginn sagði, “ekki gera það, það er komin alveg ótrúleg vél niðrí apótek sem getur sagt þér nákvæmlega hvað það er sem hrjáir þig. Það er mikið fljótlegra og ódýrara en að fara til læknis. Þú setur bara þvagsýni í vélina og hún segir þér hvað er að þér og hvað þú átt að gera í því, og það kostar bara 500 kall”.
Pési ákvað að hann hefði engu að tapa og fór með þvagsýni í apótekið.
Þegar hann var kominn þangað hellti hann sýninu í vélina og borgaði 500 kallinn.
Vélin fór að framkalla skrítin hljóð og full af ljósum blikkuðu. Eftir smá stund kom prentaður miði úr vélinni sem á stóð:
Þú ert með tennisolnboga. Láttu hendina liggja í heitu vatni, vefðu heitum bökstrum um olnbogann og forðastu erfiðis vinnu, þá ættir þú að vera orðinn betri eftir tvær vikur.
Seinna um kvöldið var hann enn að hugsa um hversu mögnuð vélin væri og datt allt í einu í hug hvort ekki væri hægt að plata hana, eftir smá umhugsun ákvað hann að reyna. Hann blandaði saman kranavatni, hundaskít úr hundinum sínum og þvagsýnum úr bæði konu sinni og dóttur, og til að toppa þetta runkaði hann sér í blönduna.
Daginn eftir fór hann í apótekið, hellti blöndunni í vélina og borgaði 500 kallinn.
Vélin byrjaði strax að blikka ljósum og framleiða hávaða og prentaði síðan út eftirfarandi greiningu:
Lagnirnar hjá þér eru ryðgaðar, hringdu á pípara.
Hundurinn þinn er með orma, farðu með hann til dýralæknis.
Dóttir þín notar kókaín, sendu hana í meðferð.
Konan þín er ólétt, þú átt það ekki, fáðu þér lögfræðing.
Hættu að runka þér annars batnar þér aldrei í olnboganum!
Kv. svg