Hann Magnús var yfivaldið á sínu heimili og þegar hann kom heim úr vinnuni settist hann fyrir framan kassann, hrópaði á kellu: Komdu með bjór!“ Ævinlega kom hún Jóna með bjórinn á svipstundu en þótti það miður hvað kallin drakk mikið.
Dag einn er hún Jóna í saumaklúbb nágrannakonu sinnar sem heitir Guðrún. Guðrún er þar með miklar yfirlýsingar um það hvernig hún tamdi hann Björn sinn til að vera almennilegur eiginmaður, enginn bjór, fótbolti, fyllerí með félögunum eða neitt á þess að hún færi með og farið heim þegar hún vildi og hentaði. Vinkonurnar voru sko meira en lítið ánægðar með þessa frammistöðu hjá henni og fóru nú, hver á eftir annari, að segja frá sínum mönnum. Sögurnar voru jafn misjafnar og þær voru margar en ein sló þó öllum út, það var sagan hennar Jónu.
”Sko Jóna, nú slærð þú í borðið og lætur þennan freka hlunk hætta þessu!“ sagði Guðrún.
Jóna var ekki alveg tilbúin til þess en konurnar töluðu hana inn á það að gera þetta, þetta gengi ekki lengur.
Daginn eftir kemur Magnús heim úr vinnuni sest í sinn stól og biður um bjór en aldrei kom hann. Hann hrópar í annað sinn en ekkert gerist. Hann ríkur alveg pödduvitlaus upp úr stólnum, inn í eldhús þar sem Jóna var.
”Heyrðirðu mig ekki kalla kerling?“ Henni brá talsvert en stappaði þói í sig stálinu og sagði að nú drykki hann ekki á hverjum degi, hún vildi að sér yrði sýnd virðing.
Magnús sagði þá: ”Jæja kerling, þú munt nú ekki sjá mig í 3 daga, því get ég lofað!"
Hún Jóna skimaði eftir honum Magnúsi næsta dag en sá ekkert. Sama var upp á teningnum næstu 2 en fjórða daginn fór hún að geta séð í gegnum bólgurnar í kringum augun………