Af hverju er ekki meira um að frægir erlendir grínistar komi á klakann? Ég man bara eftir þremur (ef telja á Pablo Fransisco með)… Fransisco, Eddie Izzard og Jerry Seinfeld. Bara einn af þessum er virkilega góður að mínu mati (Izzard að sjálfsögðu). Hvað er málið? Það er mýgrútur af frægum erlendum hljómsveitum og tónlistarmönnum að koma til íslands í sumar… Af hverju er ekki meira um Stand-up grínista? Það er ekki eins og Íslendingar séu ekki mikið fyrir Stand-up… Vinsælustu leiksýningarnar eru oft í stand-up formi (t.d. 5stelpur.com og Hellisbúinn). Jerry Seinfeld fyllti háskólabíó tvisvar. Mig grunar reyndar að grínistar séu ekkert rosalega mikið í heimstúrum, en samt! Af hverju taka áhugamenn sig ekki saman og flytja inn einhverja gaura?

Svo finnst mér líka að það mætti vera meira um stand-up uppákomur á íslandi. Ég vil hér með auglýsa eftir athafnasömu fólki til að skipuleggja slíkt! Ég er sjálfur grínisti (vann keppni Beyglu.is á Nelly's, 12. júní), og langar til að taka þátt í einhverju slíku…

Hafið samband! LÁTUM EITTHVAÐ GERAST!!!!

Eyvi<br><br>——
<b>Veftímaritið Ónan</b>
<a href="http://www.onanis.tk">http://www.onanis.tk</a>
<a href=“mailto:eyvindur@onanis.tk”>eyvindur@onanis.tk</a>

<b>misery loves company</b>
<i>ókey, við hljómum eins og tom waits, get over yourself!</i>
<a href="http://www.miserylovescompany.tk">http://www.miserylovescompany.tk</a>
<a href=“mailto:mlc@miserylovescompany.tk”>mlc@miserylovescompany.tk</a
We're chained to the world and we all gotta pull!