Það voru einu sinni tveir skátar í útilegu, og þeir höfðu gleymt að taka með sér mat. Þess vegna ákváðu þeir að fara að veiða sér rjúpur í matinn. Þeir gengu upp um fjöll og firnindi, en allt í einu áttuðu þeir sig á því að þeir voru ramm villtir. Hvert sem augað eygði voru snævi þakin fjöll. Þá segir annar: ,,Heyrðu, ég hef heyrt að það eigi að sýna stillingu, og skjóta þremur skotum upp í loftið til að hjálp berist, ef maður er villtur.
,,Já, sagði hinn, Þetta hef ég líka heyrt. Það er best að prófa þetta."
Þeir skutu síðan þremur skotum og biðu í smá stund, en ekkert gerðist. Þeir skutu öðrum þremur skotum, en ennþá gerðist ekkert.
Svona gekk þetta í nokkurn tíma þar til annar segir við hinn: ,,Það verður að fara að gerast eitthvað, við eigum bara TVÆR ÖRVAR eftir!!!
Cinemeccanica