Einu sinni var lítið ljón sem hét Ásgrímur, það var svo lítið að það þurfti að passa sig að mýs stigu ekki á sig. Dag einn var ljónið úti að labba og kom auga á litla tjörn, við tjörnina var skilti sem stóð á varúð vatnið er blaut. Litla ljónið dífði loppunni ofan í vatnið og hverjum datt það í hug það blotnaði á loppunni. Ljónið ákvað að ganga einn hring í kringum vatnið, þegar það var komið hálfan hring sá það annað skilti, á því stóð að landbúnaðarráðherra hefði komið að vatninu og sagt: Hér er vatn, og þar sem vatn er, þar er blautt. Litla ljónið ákvað að forða sér frá vatninu og hljóp inn í skóg sem var við vatnið. Þegar ljónið kom þangað sá það skilti og á því stóð að landbúnaðarráðherra hefði líka komið þangað og sagt: Hér eru mörg tré, og þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur. Litla ljóninu leist ekki á blikuna og flúði í borgina. Þegar það var komið í borgina sá það margar stjörnur á gangstéttunum, því leist miklu betur á það heldur en landbúnaðarráðherra bullinu og ákvað því að setjast að í borginni.
Dag einn vaknaði ljónið í ruslagáminum heimili sínu og það var með augnhár á loppunni, litla lónið hafði heyrt að ef maður blési á augnhárið gæti maður óskað sér. Litla ljóninu hafði alltaf langað til að verða stórt og sterkt. Litla ljónið óskaði sér að það yrði stórt og sterkt, og hverjum hefði það dottið í hug, það varð stórt og sterkt. Litla sem varð stóra ljónið fékk vinnu á hárgreiðslustofu og varð hárgreiðslumeistari og á eiginkonu og tvö ljóna börn. Þetta var fyrsta ljóna-parið sem fékk að gifta sig í kirkju.