Guðrún fór einn daginn til prestsins í kirkjunni sinni. “Séra,”
sagði hún, “ég á við svolítið vandamál að stríða, eiginmaðurinn minn
steinsofnar alltaf í messunum þínum. Það er orðið ansi vandræðalegt.
Hvað get ég eiginlega gert?”

“Ég er með hugmynd,” segir presturinn. “Taktu þessa saumnál með þér
næst og þegar ég tek eftir því að hann sé að sofna, þá gef ég þér
merki með því að kinka kolli og þú stingur hann í lærið með nálinni”

Næsta sunnudag í kirkjunni tók presturinn eftir því þegar Einar,
maður Guðrúnar var að sofna og ákvað að setja plan sitt í gang.
“Og hver var það sem fórnaði sér fyrir syndir ykkar” sagði
presturinn, kinkandi kolli til Guðrúnar.

“Jesús Kristur!”, öskrar Einar þegar Guðrún stingur hann í lærið.

“Mikið rétt hjá þér, Einar” segir presturinn brosandi.

Presturinn tekur svo eftir því þegar Einar er að dotta aftur.
“Hver hefur gefið ykkur frjálsan vilja og mun gefa ykkur eilíft
líf?” spyr hann söfnuðinn um leið og hann gefur Guðrúnu merki.

“Guð, minn góður!” öskrar Einar þegar hann fær nálina í lærið.

“Rétta hjá þér á ný, Einar” segir presturinn skælbrosandi.

Presturinn heldur áfram að predika en tekur ekki eftir því þegar
Einar sofnar á ný. Presturinn gleymir sér í ræðunni og þegar hann
leggur áherslu á setningarnar sínar kinkar hann óvart kolli.
“Og hvað sagði Eva við Adam eftir að hafa fætt honum 99´unda son
hans?” spyr presturinn söfnuðinn hátt og snjallt.

Nálin stingst í lærið á Einari sem öskrar “EF ÞÚ STINGUR ÞESSUM
HELVÍTANS HLUT Í MIG EINU SINNI ENN, ÞÁ BRÝT ÉG HANN Í SUNDUR OG
TREÐ HONUM UPPÍ RASSGATIÐ Á ÞÉR”
Ég finn til, þess vegna er ég