Áhugamálið hefur verið dautt undanfarið svo ég ákvað að safna sjálfur saman nokkrum ljóskubröndurum. Njótið vel!
Við hvað vinnur ljóskan í M&M verksmiðjunni?
Prófarkalestur.
**——————– ————- ————-**
Af hverju var ljóskan rekin úr M&M verksmiðjunni?
Af því að hún henti öllu namminu sem var merkt með W.
**——————————— ————-**
Hvernig veistu að ljóskan var að baka súkkulaðibitakökur?
Gólfið er allt í M&M hýði.
**——————————— ————-**
Hefur þú heyrt um ljóskuna sem dó í þyrluslysinu?
Henni varð svo kalt að hún slökkti á viftunni.
**——————————— ————-**
En hefur þú heyrt um ljóskuna sem var nýorðin mamma og var alltaf með ísmola á brjóstunum á sér?
Hún vildi ekki að mjólkin hitnaði og skemmdist.
**——————————— ————-**
Hvað sagði ljóskan þegar hún sá bananahýðið á gangstéttinni?
Ansans, nú dett ég eina ferðina enn.
**——————————— ————-**
Það voru einu sinni ljóska og brúnka sem voru að gá hvor væri á undan að stökkva af bryggjunni og út í sjó. Hvor heldur þú að hafi verið á undan?
Brúnkan, því ljóskan þurfti að stoppa á leiðinni og spyrja til vegar.
**——————————— ————-**
Hvað sagði ljóskan þegar hún leit ofan í Cheeriospakkann?
Nei sko, kleinuhringjafræ.
**——————————— ————-**
Af hverju klifraði ljóskan yfir glervegginn?
Til að sjá hvað væri hinum megin.
**——————————— ————-**
Af hverju fara ljóskur yfirleitt 16 eða fleiri í bíó?
Af því að flestar myndirnar eru bannaðar innan 16.
**——————————— ————-**
Ljóskan: Hvað áttu eiginlega margar systur Didda? Didda: 2. Ljóskan: Af hverju getur þú aldrei sagt satt, ég spurði hann bróðir þinn í gær og hann sagðist eiga 3 systur.
**——————————— ————-**
Ljóskan var að keyra í Hafnafirði þegar löggan stöðvaði hana og bað um að sjá ökuskírteinið hennar. Hvað er það? spurði hún. Löggan: það er svona bleikt með mynd af þér. Hún leitaði í veskinu sínu þangað til hún fann bleika púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit í spegilinn. Er það þetta? spurði hún. Löggan tók dósina og leit í spegilinn og sagði svo: Nú! Ég vissi ekki að þú værir í löggunni.