Benedikt litli átti að finna orð fyrir skólann þannig að hann spurði pabba sinn:
Pabbi, ég þarf að finna orð fyrir skólann, viltu hjálpa mér?
En pabbin svaraði:
uuu……..bíddu aðeins ég er að lesa fréttablaðið.
Þá fór hann til mömmu sinnar og spurði hana en hún svaraði:
Ekki núna elskan mín.
Þá fór hann til bróðurs síns en hann svaraði:
Það er drullusokkur við dyrnar.
Svo fór Benedikt til litlu sistur sinnar en hún svaraði:
SÚPERMAN.
Daginn eftir í skólanum.
Kennslukonann:
jæja Benedikt minn, hvaða orð fannst þú?
Benedikt:
uuu……..bíddu aðeins ég er að lesa fréttablaðið.
Kennslukonan:
heirðu nú ferð þú til skólastjórans.
Benedikt:
Ekki núna elskan mín.
Kennslukonan:
Og afhverju ekki?
Benedikt:
Það er drullu sokkur við dyrnar.
Kennslukonan:
Hver þykist þú svosem vera?
Benedikt:
SÚPERMAN

Vona að ykkur líki þetta;)
en hver veit ?