Einu sinni var páfinn að verða of seinn á mikilvægann fund og fannst bílstjórinn keyra hægt.
“Veistu hvað.” sagði páfinn. “Sestu bara í aftursætið, ég skal keyra.”
Þá settist bílstjórinn í aftursætið og páfinn byrjaði að keyra á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða. Páfinn var þessi svaka góði ökumaður að tveimur mínútum seinna voru þeir í hálfskílómetra fjarlægð frá fundarstaðnum. En þá stoppaði lögga þau.
“Getum við bara ekki geymt þetta þangað til seinna.” sagði páfinn þegar löggan sagði að þeir þyrftu að koma upp á lögreglustöð. “Nefninlega ég á að vera komin á fund.”
Löggan sagðist þurfa hingja í lögreglustjórann og gerði það.
“Það er hérna rosa merkilegur maður á leiðinni á fund sem að ég stoppaði fyrir hraðakstur og hann spyr hvort að ég geti geymt þetta þangað til seinna því hann sé að verða of seinn á fund. Má ég það.” sagði löggan.
“Hmm sjáum til.” sagði lögreglustjórinn á hinum endanum. “Hversu merkilegur er hann?”
“Ja ég veit nú ekki alveg.”
“Merkilegri en borgarstjórinn?”
“Já”
“Merkilegri en forsætisráðherrann?”
“Já.”
“Merkilegri en forsetinn?”
“Já.”
“Hversu merkilegur er hann þá?” spurði lögreglustjórinn.
“Veit ekki alveg.” svaraði löggan en hann er svo merkilegur að páfinn er einkabílstjórinn hans."