Jónas var að grobba sig við Guðmund vin sinn af því hann var í öldungadeild í framhaldsskóla.
“Hver er Marconi?” spurði Jónas.
“Það veit ég ekki,” sagði Guðmundur.
“Hann fann upp þráðlaus samskipti,” sagði Jónas. “Sjáðu nú bara til. Öldungadeildin eykur þekkingu manns og stuðlar að þroska og víðsýni. Þú ættir að fara í einhverja kúrsa líka, þér veitir ekki af! Geturðu til dæmis sagt mér hver Verrazano er?”
“Er það einhver vínframleiðandi?” spurði Guðmundur.
“Nei, aldeilis ekki,” sagði Jónas. “Hann var ítalskur landkönnuður á 16. öld. Þú ættir að fara í öldungadeildina eins og ég!”
“Ef þú ert svona klár, þá ættir þú að geta svarað einni spurningu,” sagði Guðmundur. “Veist þú hver Páll Magnússon er?”
“Nei, það veit ég ekki,” sagði Jónas.
“Hann er náunginn sem kemur í heimsókn til konunnar þinnar á hverju kvöldi á meðan þú ert í öldungadeildinni.”
Jónas fann upp alveg skothelda aðferð til að losa sig við stress dagsins. Á hverju kvöldi þegar hann fór að hátta settist hann á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Síðan tók hann af sér hinn skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Með þessu fann hann stress og streitu dagsins líða af sér með skónum.
Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við þennan hávaða á hverju kvöldi, hvort Jónas gæti ekki sleppt því að grýta skónum sínum í gólfið. Jónas afsakaði sig mikið og bar við hugsunarleysi. Auðvitað myndi hann taka tillit til þeirra og gera þetta ekki aftur.
Nokkrum dögum seinna kom Jónas seint heim eftir erfiðan dag, Settist á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Þegar hann var að taka af sér hinn skóinn mundi hann eftir granna sínum og lagði þann skó gætilega frá sér og fór að sofa.
Tveim klukkutímum seinna var hringt á bjölluna hjá Jónasi. Þar var kominn granninn á hæðinni fyrir neðan, óður af bræði. Hann öskraði “Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka, svo við getum farið aftur að sofa!!”<br><br><b><i><u> Sendið mér </b></i></u> <a href="http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=Pemma“>Póst</a>
<b><i><u>Ég er Ofurhugi Nr. 1 á </b></i></u> <a href=”http://www.hugi.is/hp“>Harry Potter</a>
<b><i><u> Og Ofurhugi á <a href=”http://www.hugi.is/idol"> Idol </a></b></i></u>
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Tell me , What exactly is the function of a rubber duck ? - <b> Arthur Weasly </b></i><br><hr>
<b>Óþekktur skrifaði:</b><br><hr><i>Þegar tækifærin banka upp á - Opnaðu þá Helv. hurðina !</i><br><h