Einu sinni var nýríkur maður sem var að kaupa sér einkaflugvél í fyrsta skipti. Með flugvélinni fylgdu tvær sætar flugfreyjur.
Önnur þeirra fékk það hlutverk að sýna honum nýju flugvélina.
Loks var komið að því að sýna honum baðherbergið. Hún sýndi honum sturtuna, vaskinn og síðan klósettið. Við hliðina á klósettinu var takki sem á stóð STF. Maður sagði ,,Hvað gerir þessi takki“ Þá sagði flugfreyjan ,,Hvað sem þú gerir þá skaltu aldrei toga í þennan takka!” Síðan var þeim sagt að setjast í sætin sín því að flugvélin væri að fara í loftið. Maðurinn átti langa ferð fyrir höndum og eftir nokkra stund þurfti hann að fara á klósettið. Hann fór á klósettið og þegar hann var nýsestur á það þá rak hann augun í STF takkann og stóðst ekki mátið og togaði í hann. Nokkrum sekúndum síðar heyrðu flugfreyjurnar mikil skaðræðisóp frá manninum og þá sagði önnur ,,Æ, nú hefur hann togað í takkann“ Þá sagði hin ,,Hvað stendur aftur STF fyrir”?
Æ, það þýðir SJÁLFVIRKUR TÚRTAPPA FRARLÆGIR!!