Bílferðin
Jón var í bíltúr með konu sinni og móður. Þegar þau keyrðu yfir brú voru þau stöðvuð af lögregluþjóni sem sagði: -Til hamingju, þið akið tíuþúsundasta bílnum slysalaust yfir þessa brú og vill lögreglufélagið gefa ykkur tíuþúsund krónur. - Jibbí, æpti Jón upp yfir sig. Nú hef ég loksins efni á að taka bílpróf! Kona Jóns áttaði sig að hann hafði talað af sér og sagði við lögregluþjónin: -Taktu ekki mark á honum, hann er fullur! Þegar mamma jóns tók loksins eftir því að þau hefðu verið stöðvuð af lögregluþjóni sagði hún: - Ég vissi að við kæmumst ekki langt á stolnum bíl!