GÁTUR
1. Hvað getur mús dregið jafn auðveldlega og fíll??? ANDANN!!!
2. Tvær leiðir eru inn í húsið. Þegar maður er kominn út með fæturna,þá fyrst
er maður almenilega kominn inn. Hvað er þetta??? BUXURNAR!!!
3. Hvað er það sem hefur ræturnar uppi og toppinn niðri, vex á veturna en ekki á sumrin??? GRÝLUKERTI
4. Ég hef stórann munn, en get ekki talað og tvö eyru, en heiri ekkert. Hver er ég??? POTTUR
5. Hvað er það sem hefur fætur,en getur þó ekki gengið, ber mat en getur ekki borðað??? BORÐIÐ
6. Hver hefur auga en ekkert höfuð??? NÁLIN
7. Hvað er það, þrennt, sem hefur tennur, en getur ekki tuggið með þeim??? GREIÐAN,HRÝFAN OG SÖGINN
8. Hver fer út á hverjum degi,en er þó kyrr heima hjá sér??? SNIGILL MEÐ KUÐUNG
9. Hver er barn foreldra minna, en er þó hvorki bróðir minn né systir??? ÉG
10. Hvað er það sem þú tekur daglega utan um, en talar þó aldrei við??? HURÐARHÚNINN
11. Hvað er það sem gengur og gengur, en kemst þó aldrei úr sporunum??? ÚRIÐ
12. Hvaða dýr er sterkast??? SNIGILINN ÞVÍ HANN BER HÚSIÐ SITT Á BAKINU
13. Hvað er langt frá austri til vesturs??? HÁLFUR SÓLARHRINGUR