Eftirfarandi eru raunverulegar yfirlýsingar,
teknar úr trygginga-eyðublöðum,
þar sem að bílstjórar reyna að útskýra
hvað gerðist í sem stystu máli.

Ath. Þetta er ekki úr íslenskum skýrslum
heldur þýtt og staðfært.



Þegar að ég kom heim keyrði ég inn í ranga innkeyrslu og rakst á tré sem ég
á ekkert í.

Hinn bíllinn rakst á minn, án þess að gefa frá sér viðvörun um fyrirætlanir
sínar.

Ég hélt að bílrúðan væri niðri en komst að því að hún var uppi þegar ég
reyndi að stinga hausnum út um hana.

Ég rakst á sendibifreið sem kom úr hinni áttinni með ritföng Sendibíllinn
bakkaði inn um rúðuna og í andlitið á konunni minni.

Gangandi vegfarandi rakst á mig og datt undir bílinn.

Gaurinn var út um alla götuna … ég þurfti að beygja nokkrum sinnum áður en
ég rakst í hann.

Ég tók af stað frá hliðargötunni, leit á tengdamóður mína og ók þá á hinn
bílinn.

Í tilraun minni við að drepa flugu, þá ók ég á ljósastaur.

Ég var búinn að vera að versla blóm og runna allan daginn og var á leiðinni
heim. Þegar ég kom að gatnamótunum spratt upp runni og byrgði útsýnið þannig
að ég sá ekki hinn bílinn.

Ég hafði keyrt í 40 ár án óhappa þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í
þessu slysi.

Þar sem ég nálgaðist gatnamótin, birtist allt í einu skilti þar sem það
hefur aldrei sést áður.

Mér tókst ekki að stoppa í tíma til að forðast áreksturinn.

Til að forðast að rekast á stuðarann á bílnum fyrir framan mig þá ók ég á
vegfarandann.

Ég hafði löglega lagt bílnum þegar að hann bakkaði inn í hliðina á hinum
bílnum.

Ósýnilegur bíll birtist allt í einu, rakst á minn bíl og hvarf.

Ég sagði lögreglunni að ég væri ekki slasaður, en þegar ég tók af mér
hattinn tók ég eftir því að ég var höfuðkúpubrotinn.

Ég var klár á því að gamli maðurinn myndi aldrei komast yfir götuna þegar ég
keyrði á hann.

Vegfarandinn vissi ekkert í hvaða átt hann átti að hlaupa þannig að ég
keyrði á hann.

Ég sá hægfara, sorgmæddan gamlan herramann þegar að hann datt af húddinu á
bílnum mínum.

Óbein orsök óhappsins var lítill náungi í litlum bíl með stóran munn.

Ég hentist út úr bílnum um leið og hann fór út af veginum. Ég fannst seinna
í skurði umkringdur beljum.

Ljósastaurinn nálgaðist. Ég var að reyna að beygja framhjá honum þegar að
hann rakst í bílinn.