minningargreinar
……“en dauðinn sigraði fyrr en vonir stóðu til.”
……“Oft var beðið eftir því að mundur væri allur, en hversu oft hann reis
upp frá dauðum var óskiljanlegt.”
……“Bergur var vandaður maður sem gott var að drekka með kaffi, því hann
var hafinn yfir það smáa. Þú gekkst inn í nýjan heim og fékkst þér sæti við
borð. Bergur var andstæðan sjálf, félagsvera en gekk þó aldrei í neitt
félag”
……“Bréf barst að heiman. Það færði mér fréttina: Tóti frændi er dáinn.
Það hlýtur að hafa verið gott að vera kind í fjárhúsum hans Tóta frænda.”
……“Drottinn minn gefðu dánum ró og hinum líkin sem lifa.”
……“Jafnvel dauðann sem alla leggur, sigraði hún á sinn hátt með brosi á
vör.”
……“Hann giftist eftirlifandi konu sinni og áttu þau tvö börn.”
……“Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur
beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar.”
……“Hún hafði það sterka skapgerð að smávegis rigningarsuddi setti hana
ekki úr jafnvægi.”
……“Eins og svampur sat ég við fótskör hennar.”
……“Hann var sannur Íslendingur og dó 17.júní.”
……“Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvennafélagið.”
……“Við andlát Dísu minnist ég sérstaklega þess hlýja kærleiks, áhuga og
alúðar sem hún ávallt sýndi mér sem barni, sérstaklega þegar ég komst á
unglingsár og þegar ég varð fullorðinn.”
……“Nú á morgun þegar Júlíus tekur tösku sína fulla af góðum fyrirbænum
og þakklæti og hefur sig til flugs af brautinni, rísum við samstarfsmenn
hans úr sætum og veifum til hans og þökkum fyrir samverustundirnar.”
……“enda lét hún ekki deigan síga fyrr en í rauðan dauðan.”
……“Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í hug er ég
minnist afa. Hann var á 93. aldursári þegar hann lést.”
……“Ég bið þann sem lífið gaf að hugga, styrkja og bæta aðstandendum
skaðann.”
……“Hann skrapp úr vinnu til að fara í þrekpróf í Hjartavernd en þaðan
kom hann liðið lík.”
……“En jólaboðin hjá Betu breyttust gegnum árin. Börnin gengu út hvert af
öðru.”
……“Helga lést svo þennan dag kl.4. Helga hafði ætlað að eyða þessum degi
í annað.”
……“Í dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja
daga frí til að kveðja þennan heim.”
……“orð þessi eru skrifuð til þess að flytja Sveini (líkinu) kveðju og
þakkir frá tengdafólki hans og þá ekki síður frá tengdamóður hans þó nú
nálgist 20.árið frá fráfalli hennar.”
……“Hún bjó manni sínum gott heimili og ól honum 9 hraust börn, þar af
tvö á sjómannadegi.”