Æi, bara þetta venjulega, nafn og dagur
Ástarföt
Mamman fór í heimsókn til sonar síns og gekk beint inn án þess að banka eins og hennar er siður, nema hvað á móti henni tekur ljúf ilmvatns lykt og rósarblöðum hafði verið stráð um alla stofuna. Tengdadóttirin liggur alsnakin í sófanum ástleitin á svip, mamman spyr ,,Hvað í ósköpunum genfu hér á?“ Tengdadóttirin svarar: ,,Þetta eru ástarfötin mín”, ,,Stundum tek ég á móti manni mínum með því að setja á mig ilmvatn, dreifa rósarblöðunum um allt og bíð síðan nakin hér í stofunni“, ,,Þegar ég geri þetta verður hann óskaplega rómantískur og við njótum ásta í fleiri klukkutíma”. Þetta líst mömmunni vel á! hún drífur sig heim fer í sturtu, setur á sig besta ilmvatnið sitt og bíður nakin inni í stofu. Loks kemur maður hennar heim, klukkutíma of seint, sér konuna í sófanum og spyr: ,,Hvað er nú þetta?“, mamman svarar ,,Þetta eru ástarfötin mín”, Þá svaraði maðurinn fremur hastarlega ,,Það þarf að strauja þau! hvað er í matinn"!