Kona spyr lítinn strák sem hún hittir hvers vegna hann sé að gráta
- Jú það er út af því að við fáum pönnukökur með ís í kaffitímanum.
- En það er engin ástæða til að gráta út af.
- Nei, ég veit það, en ég rata ekki heim til mín!!
Öskureiður kúreki labbaði inn á krá og öskraði: “Hver málaði hestinn minn
bláan?” Eftir smá stund stóð stór og sterkur maður upp og sagði:“það var ég”. Eigandi
hestsins svaraði þá skjálfraddaður:“Ég ætlaði bara að láta þig vita að hann
er þurr, ef þú vildir mála aðra umferð”.
Pétur litli:- Amma, hvað ertu gömul?
- Það man ég ekki, svarar amman.
- Þú getur girt niðrum þig og athugað, sagði þá stráksi.
- Nei sonur sæll, það geri ég ekki.
- Af hverju ekki?
Í nærbuxunum mínum get ég séð hvað ég er gamall því þar stendur fyrir 4-6 ára!!
Hafnfirskir vinir tala saman.
- Veistu hvenær Jói á afmæli?
- Nei, en ég held að það sé á þessu ári!!
Tvær kindur stóðu hlið við hlið, þá sagði önnur mee mee.
Þá sagði hin ég ætlaði einmitt að fara að segja það sama
Veistu hvenær Kínverji segir takk fyrir matinn?
-Þegar hann hefur lært íslensku.
- Ef ég hefði ekki verið í marki í þessum knattspyrnuleik hefðum við tapað 20-0!
- Hvað segirðu! Hvernig fór?
- 19-0
Hafnfirðingur var í þann veginn að stökkva af stóra brettinu í Sundhöll Reykjavíkur þegar vörðurinn hrópaði til hans:
,,Ekki stökkva! Það er ekkert vatn í lauginni!“
,,Það er allt í lagi. Ég kann hvort sem er ekki að synda.”
Elinerlonli skrifaði: