Ég verð að koma framfæri ánægju minni með 70minutur sem er sýndur á popp tíví. Þó svo að þetta sé nú hálfgert bull og vitleysa sem þessi þáttur gengur útá þá eiga þessir gaurar askoti góða punkta. Síðast í gær var ég að horfa á falda myndavél. Hún var staðsett í skífunni í kringlunni og það var búið að fylla einn hlustunarbásinn af diskum sem voru með efni eftir stjórnendur þáttarins. Ég bókstaflega grenjaði úr hlátri, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan Jón Gnarr var með stand-up í Iðnskólanum, þar sem hann tók helminginn af “Ég var einu sinni nörd” prógramminu. Einnig eru aðrir góðir dagskrárliðir eins og kvikmyndatrailer-inn sem þeir félagar dubba með mjög góðum árangri.
MÆLI með að allir sem ekki hafa séð þáttinn kíki á hann, ég held að hann sé alla eða flesta virka daga.