- Hvernig kemst fíll niður úr tré?
- Hann sest á laufblað og bíður eftir því að það fari að hausta.
- Afhverju er hættulegt að fara útí skóg á haustin?
- Vegna þess að þá koma fílarnir niður úr trjánum.
- Afhverju eru krókódílarnir svona flatir?
- Þeir fóru inn í skóginn um haust.
Tvö höfuð, en aðeins tveir handleggjir, sex fætur og tíu tær.
Aðeins fjórir fætur eru í notkun.
Hvaða fyrirbæri er þetta?
- Knapi á hesti sínum.
Bankaræningjar spjalla saman:
- Eigum við að telja peningana okkar núna?
- Nei það er allt of mikið mál. Við skulum bíða þangað til upphæðin birtist í blaðinu á morgun!
Kalli litli kom grátandi til Elsu stóru systur sinnar og sagði :
- Jóhann henti sparigrísnum mínum á gólfið og hann mölbrotnaði.
- Vertu ekki leiður, hughreysti Elsa hann, þú getur sett peningana þína í minn sparigrís í staðinn.
Hver er munurinn á afrískum fíl og indverskum fíl?
- Svona 5000 kílómetrar.
Jói litli var að horfa á bóndann negla nýjar skeifur á hest.
- Vá, þegar þú ert búinn með þennan, viltu þá smíða einn handa mér?
- Hvað fær maður úr taugaveikluðum kúm?
- Mjólkurhristing.
Kata : - Þegar pabbi minn var í Afríku elti hann fíla á hestbaki.
Sigga : - Vá, ekki vissi ég að fílar gætu verið á hestbaki.
- Hvað myndi gerast ef svín myndu fljúga?
- Verðið á beikoni myndi hækka.
- Hvernig stoppaðu fíl sem er að skríða í gegnum nálarauga?
- Ég bind hnút á halann á honum.
- Hvað gerirðu ef þú sérð mann alveg að drukkna?
- Ég bregði honum! Þá hrekkur hann í kút.
- Þegar ég hóf feril minn átti ég varla skyrtu utan um mig en nú á ég margar milljónir.
- Vá, hvað í ósköpunum geriru við allar þessar skyrtur?
Ég vona að þetta hafi verið skemmtilegt!
Kveðja, Hrafnhildur :)
Hakuna Matata!