Önd labbar inn á bar og pantar bjór. Jónas barþjónn sagði „Hey, þú ert önd!“
„Þú ert með góða sjón.“ sagði öndin.
„Já, en – þú getur TALAĐ!“ sagði Jónas barþjónn.
„Og heyrir bara vel líka,“ sagði öndin. „Hey, þetta er bar! Gæti ég fengið hálfan lítra af bjór?“ Jónas kom með bjórglasið fyrir öndina og spurði hana hvað hún væri að gera þarna.
„Sko,“ sagði öndin, „Ég er að vinna í byggingavinnu í húsinu hinum megin við götuna. Við verðum þar í nokkrar vikur og ég ætla að koma hingað inn í hádeginu á hverjum degi og fá mér bjór.“
Og á hverjum degi vagaði öndin yfir götuna og inn á barinn hans Jónasar og fékk sér bjór í hádeginu.

Vikan leið og dag nokkur kom sirkus í bæinn. Eigandi sirkussins kom inn á barinn hans Jónasar til að fá sér bjór og Jónas sagði honum frá öndinni. „Þú ættir að reyna að fá hana í sirkusinn,“ sagði Jónas. „Þú gætir grætt heilmikið á því að sýna svona talandi önd. Ég skal nefna þetta við hana næst þegar hún kemur inn.“
Daginn eftir kom öndin eins og venjulega til að fá sér bjórinn sinn. Jónas sagði við hana „Veistu, það er sirkus í heimsókn í bænum og í gær talaði ég við sirkuseingandann. Hann hafði rosalegan áhuga að fá þig í vinnu.“
„Er það?“ sagði öndin.
„Já. Þú gætir haft gott uppúr því að vinna hjá honum. Ég get reddað því fyrir þig.“
„Bíddu aðeins,“ sagði öndin. „Þú sagðir SIRKUS, var það ekki?“
„Jú.“
„Það er svona sýningarfyrirbæri í tjaldi, er það ekki? Með svona rosa súlu í miðjunni?“
„Já.“
„Og tjaldiðð er úr dúk, er það ekki?“
„Jú, auðvitað,“ sagði Jónas barþjónn. „Ég get útvegað þér djobb í sirkusnum og þú gætir byrjað á morgun. Sirkuseigandinn var rosalega áhugasamur um það.“
Öndin horfði furðu lostin á Jónas. „Andskotan ætti hann að gera með múrara?“

————————————————— —————
Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann.
Einn daginn í vinnunni í kafflhélinu voru menn að tala um Björk
Guðmundsdóttur.
Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa”.
Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk”
Guðmundur: “Já, hún er mjög fín”
Vinnufélagi: “Djöful… kjaftæði Guðmundur, Við erum kominir með nóg af
þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.


Nokkrum dögum síðar í vinnunni
Vinnufélagi: ”Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á
morgun“
Guðmundur: ”Já Svíakonungur, það er nú góður karl“
Vinnufélagi: ”Þekkir þú líka Svíakonung“
Guðmundur: ”Já, Já ég þekki hann mjög vel“
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta.

Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög
einkennilegt.
Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli í móttökunefnd að taka á móti Svíakonungi og heilsuðust Guðmudur og Svíakóngur með virtum.
Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar.

2 dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: ”Páfinn, Já, Það er nú góður maður“
Yfirmaður: ”Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka“
Guðmundur: ”Já, Já auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall“
Yfirmaður: ”Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum.
Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú.
Guðmundur: “ok”


Guðmundur og Yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var fullsetin.
Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var.
Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman.
Siðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í
fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum.
Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?”
Yfirmaður “Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Robert DeNiro í öxlina á mér og spurði mig:
”Who is that guy standing beside Guðmundur"
—————————————— ————————
25 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ HVERS VEGNA ÆTTI AÐ VEITA ÁFENGI Á VINNUSTÖÐUM!:
1. Það er góð ástæða fyrir að mæta yfirleitt til vinnu.
2. Áfengi dregur úr stressi-spennu eða virðist allavega gera það.
3. Áfengi gerir öll samskipti opinskárri.
4. Þegar fólk er góðglatt kvartar það síður yfir lágum launum.
5. Fjarvistum vegna timburmanna fækkar.
6. Starfsmenn segja yfirmönnum sínum hvað þeim finnst, ekki það sem þeirvilja heyra.
7. Fólk þarf ekki að leita að bílastæði þar sem enginn kemur á bíl til vinnu.8. Fundir verða ef til vill ekki árangursríkari en hins vegar mikluskemmtilegri.9. Það eykur starfsgleði fólks. Þeir sem eru í vondu starfi láta sér það í léttu rúmi liggja.
10. Frídögum fækkar þar sem fólk vill heldur mæta í vinnuna en að hanga heima.
11. Samstarfsfólkið lítur betur út.
12. Maturinn í mötuneytinu virðist bragðast betur.
13. Yfirmenn eru ósparir á kauphækkanir þegar þeir eru í því.
14. Aukin bjartsýni eykur tiltrú fólks á fyrirtækið
.15. Það er ekki jafn pínlegt að ropa á fundum.
16. Starfsmenn vinna lengur þar sem það er engin ástæða til að kíkja inn á barinn á leiðinni heim.
17.Starfsfólkið er ófeimnara við að viðra hugmyndir sínar.
18. Fólki finnst vinnan verða léttari eftir að það hefur fengið sér einn tvo drykki.
19. Minni líkur á að fólk helli sig fullt í hádeginu.
20. Auknar líkur á að þú sjáir yfirmann þinn nakinn
21. Bætt samskipti við Rússa.
22. Ræstingaskápurinn verður loksins að einhverju gagni.
23. Fólk þarf ekki lengur að notast við kaffi til að láta renna af sér.
24. Það þykir ekki lengur djarft að sitja á ljósritunarvélinni.
25. Það er ekkert óvanalegt við að vera þvoglumæltur.