-Af hverju er hættulegt að fara inn í skóginn milli klukkan 16-18?
-Af því að þá eru fílarnir að æfa fallhlífarstökk.


-En af hverju eru krókódílarnir svona flatir?
-Af því að þeir fóru inn í skóinn milli klukkan 16-18.


-Til hvers mála fílar táneglurnar á sér rauðar?
-Til að geta falið sig inni í rifsberjarunna.
-Haaa?
-Já, hefur þú einhverntíma séð fíl inni í rifsberjarunna?
-Nei.
-Þarna sérðu, þetta virkar!


-Hvernig kemur þú mús inn í bakaraofn í þremur hreyfingum?
-Ég veit það ekki.
-Þú ofnar ofninn, setur músina inn og lokar.
-Nújá.


-Jamm, en hvernig kemurðu fíl inn í bakaraofn í fjórum hreyfingum?
-Uhhh, ég veit það ekki.
-Sko, þú opnar ofninn, tekur músina út, setur fílinn inn og lokar!


-Hver vann þegar fíllinn og músin fóru í kapphlaup?
-Músin, því að fíllinn var enn inní bakaraofninum.