Jæja, ég ætla að setja nokkra brandara hérna inn, kannski finnst sumum þeir fyndnir og sumum finnst þeir bara puhh.

Ég ætla að byrja á einum sem kennarinn sagði mér þegar hann var að segja að ég talaði of mikið í tíma ( híhíhí )

Hann er svona : Allir hafa persónuleika, þinn talar.
Þetta átti sko ekki að vera brandari hjá honum, mér fannst þetta bara svo fyndið.

Svo hér er annar sem stelpurnar eru stundum að segja

Hann er svona : Einu sinni var kind sem datt oní skurð, en það var alltílæ útaf því hun var með súkkulaði í vasanum.:P

Svo er það einn sem mér fannst góður þegar ég var 10 ára.

Svona hljómar hann : Einu sinni voru mús og fíll að fara í bíó, svo settist fílinn fyrir framan músina og músin sá ekki neitt..
Svo bað músin fílinn að færa sig en hann sagði áð sér liði ágætlega þarna, þá varð músin reið, settist í sætið fyrir framan fílinn og sagði : Já sko, er þetta ekki óþægilegt.

Jeje..

Svo aðeins í endann er það einn klassískur,Sem enginn hefur heyrt áður ;9

Einu sinni voru tómatar að labba yfir götu og það var keyrt yfir einn þá sagði hinn : komdu þarna tómatsósan þín.

All done, það kemur meira seinna,
- EgóTripp!