Miðaldra kona kom inn í kvenfataverslun. Hún ætlaði að fá brjóstahaldara. Afgreiðslustúlkan spurði hvaða gerð það ætti að vera: “hjálpræðisherinn”, “einræðisherrann” eða “blaðamaðurinn”? En konan skildi ekkert og spurði hver munurinn væri á þessum gerðum. Jú, sagði afgreiðslustúlkan, “hjálpræðisherinn” lyftir þeim föllnu, “einræðisherrann” sankar að sér eins miklu og hann getur og “blaðamaðurinn” gerir úlfalda úr mýflugu.