Lítill strákur gekk inn í apótek með pabba sínum sem var að kaupa hóstasaft handa ömmu gömlu þegar strákurinn renndi augun yfir smokkapakkana.
-Pabbi hvað er þetta, sagði hann og bendi á smokkapakkana
-Öhhhhh, þetta er svona til að hafa gott sagði hann vandræðalegur.
-Nnnúúúú, fyrir hverja er þriggja smokka pakkinn?
-Ehhhhh, hann er fyrir menntaskólafólk. Tveir á föstudaginn en einn á laugardaginn.
-En sex smokka pakkinn. Fyrir hverja er hann?
-Hann er fyrir háskólafólk. Tveir á föstudag, tveir á laugardag og tveir á sunnudag, svaraði pabbinn dáltið taugaóstyrkur.
-En þessi stóri þarna, tólf smokka pakkinn, fyrir hverja er hann?
-JJJJaaaaaaa, hann er fyrir gifta, eins og mig. Einn fyrir janúar, einn fyrir febrúar, einn fyrir ………

THE END :)
Hláturskveðjur frá Helga.