Guðmundur fór í kirkjugarðinn til að setja blóm á leiði föður síns. Þegar hann gengur frá gröfinni tekur hann eftir manni sem krýpur við aðra gröf og segir aftur og aftur: ,,Hvers vegna varstu að deyja?, hvers vegna varstu að deyja?, hvers vegna varstu að deyja?“ Guðmundur fer til hanns og segir: ,,Herra, fyrirgefðu ónæðið, en ég hef aldrei séð svona átakanlega sorg áður. Hvern ertu að syrgja?” Maðurinn tók sér smástund til að jafna sig en svarað svo: ,,Fyrri mann konu minnar.“
Hjón fara út að borða til að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt. Á leiðinni heim tekur konan eftir því að maðurinn er með tár í augunum og spyr hvort hann sé að rifja upp þrssi 50 yndislegu ár. Hann svarar: ,,Nei, ég var að hugsa tímann áður en við giftumst. Pabbi þinn hótaði mér með byssu og sagðist læsa mig inni í 50 ár ef ég gifstis þér ekki. Á morgun hefði ég orði frjáls maður.”
Stuttu eftir að Jóhann litli hafði verið sendur í rúmið kom hann fram með blautt hárið. Móðir hans andvarpaði og sagði: ,,Jóhann, getur þú ekki slept að kyssa gullfiskana góða nótt?“
Kennari var kærður fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi. Þegar hann kom fyrir dómarnn spuði hann hvort ekki væri hægt að flýta málinu þar sem hann væri kennari og þyrfti að komast sem fyrst aftur í skólann. Dómarinn horfði illilega á hann og sagði: ,,Svo þú ert kennari, ég er kominn í þá aðstöðu sem ég hef þráð allla æfi. Þú sest niður við borðið þarna í horninu og skrifar: ég hef ekki stoppað við rauða ljósið, FIMM HUNDRUÐ SINNUM!”
Ung hjón sem eru að reyna spara peninga ákvepa að í hvert sinn sem stundað er kynlíf setji maðurinn peninga í sparibaukin sem stendur við rúmið. Kvöld eitt rekur maðurinn sig í baukin og dettur á gólfið og brotnar. Honum til undrunar innan í smápeniga eru 500 og 10000 krónur seðlar. Hann spyr konu sína kvernig á þessu standi. Hún svarar: ,,Það er ekki allir jaf nískir og þú!"