Strokufangi braust inn í hús og batt unga parið sem átti heima þar og höfðu verið sofandi í rúmi sínu. Um leið og færi gafst sneri eiginmaðurinn sér að hinni ungu fallegu konu sinni, bundna við rúmið í örþunnum náttkjól, og hvíslaði, “elskan, þessi gaur hefur ekki séð kvennmann í mörg ár. gerðu bara hvað sem hann segir. Ef hann vill taka þig, láttu bara sem þú viljir það gjarnan og jafnvel að þér líki það, líf okkar eru að veði.”
“Elskan,” stundi konan, “það er gott að þér finnist þetta, hann sagði mér nefninlega áðan að honum finndist þú vera með æðislegan rass!!!!”
ég vona að þetta hafi ekki móðgað neinn svo er annar
Gamall maður lá á dánarbeði sínu. Þegar hann fann greinilega að hann átti mjög skammt eftir ólifað, fann hann allt í einu dásamlegan bökunar ilm koma úr eldhúsinu, þetta voru greinilega súkkulaðibita smákökur. Með einstökum viljastyrk tókst honum að hífa sig fram úr og komast alveg fram á gang og inn í eldhús.
Þegar hann var kominn þangað beitti hann allra síðustu kröftum sínum í að teygja sig eftir köku, þegar hann var svo gott sem kominn með eina í hendurnar lamdi konan hans á handarbakið á honum með sleif og sagði, “láttu kjurt, þær eru fyrir jarðaförina.”