Jón og Gunna eru hjón og það mjög rík og virt hjón. Þau voru að halda veislu fyrir frægu og ríku vini sína. Þessi veisla var mjög vel gerð og ekkert mátti vanta. Svo sér Gunna að sniglarnir eru búnir. Gunna fer til Jóns og biður hann að fara niður á strönd og tína fleiri snigla það væri bara alls ekki hægt að hafa veisluna sniglalausa. Jón fer niður á strönd og tínir fullt af sniglum. Svo er hann að fara heim aftur en þá sér hann að Pamela Anderson kemur til hans í öllu sínu veldi og það mjög lítið klædd. Hún býður honum inn í kofann sinn sem er þarna á ströndinni í te. Hann þiggur það og svo fer hann með Pamelu inn í kofann. Morguninn eftir vaknar hann svo og mundi þá eftir Gunnu og veislunni. Ónei hvað nú? Jú hann kveður Pamelu og hleypur heim í flýti. Þegar hann var kominn heim og átti bara eftir að fara upp stigana og opna hurðina, Þá missti hann litlu bláu fötuna sína þar sem allir sniglarnir voru og þeir fóru út um allt. Hann fer á fjórar fætur til þess að tína þá upp en þá opnar Gunna hurðina og hún var langt frá því að vera kát á svipin. Þá segir Jón já strákar við erum alveg að verða komnir bara smá spölur eftir.
Amerískur túristi fór inn á veitingastað í Mexíkó. Hann bað um sérrétt hússins. Þegar þjónninn lagði réttinn á borðið spurði Ameríkanin, “Hvaða kjöt er í þessum rétti?” “Þetta er cojanes, senjor” svaraði þjónnin. “Hvað er nú það?”spurði túristinn. “Það eru eistun á nautinu sem drepið var í nautaatinu í dag.” Túristinn svitnaði við tilhugsunina en ákvað að prófa réttinn samt sem áður. Honum fannst rétturinn alveg meiriháttar góður. Kvöldið eftir kom túristinn aftur á veitingastaðinn og pantaði aftur sérrétt hússins. Eftir að hafa klárað allan réttinn sagði túristinn við þjóninn: “Cojonin í dag eru miklu minni heldur en þau sem ég fékk í gær.” “Það er alveg rétt herra” sagði þjónninn, “það er nefninlega ekki alltaf nautið sem tapar.”