Ég man ekki hvort þessi hefur komið hérna áður, reyndar góðar líkur á því. Ég gef honum tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum

Það var þessi bóndi sem átti 200 hænur en engann hana, og hann vildi fá
unga. Þannig að hann fór á næsta bóndabæ og spyr bóndann þar hvort hann
eigi ekki einhvern duglegan hana.
Hinn bóndinn svarar, “Jú, ég á helvíti góðann hana sem heitir Raggi, hann
getur léttilega séð um allar hænurnar þínar.”


Jæja, Raggi var mjög dýr, en bóndinn var sannfærður um að hann væri þess
virði, þannig að hann kaupir Ragga. Hann fer með hann heim og setur hann
niður fyrir framan hænsnahúsið og gefur honum smá hvatningaræðu, “jæja
Raggi, gerðu þig nú klárann, það er mikið af hænum hér sem að þú þarft að
sjá um, þú kostaðir mig mikla peninga og ég þarf á því að halda að þú
standir þig vel. Þannig að taktu þér nógan tíma og skemmtu þér vel”


Raggi virtist skilja þetta allt saman, þannig að bóndinn bendir honum á
hænsahúsið og Raggi þýtur af stað og neglir allar hænurnar ÞRISVAR eða
FJÓRUM sinnum hverja, bóndinn stendur bara og gapir, þegar hann er búinn
stekkur Raggi út og lítur í kringum sig og kemur auga á gæsahóp rétt hjá,
og án þess að hika þýtir hann að þeim og neglir þær allar. Þegar hann var
búinn með gæsirnar hoppar hann upp á svínin, síðan á kýrnar, hann
bókstaflega stekkur á öll dýrin á býlinu.


Bóndinn er alveg orðlaus, og með miklar áhyggjur af því að þessi rándýri
hani ofgeri sér og detti hreinlega niður dauður. Það er komið fram á kvöld
og bóndinn fer að sofa, þegar hann vaknar um morguninn hafði farið eins og
hann var hræddur um, hann finnur Ragga steindauðan í miðjum garðinum, og
sér hrægamma hnita hringi yfir honum.


Bóndinn er hryggur í bragði yfir missinum, hristir hausinn og segir, “Æi,
Raggi minn, ég sagði þér að gefa þér tíma í þetta. Ég reyndi að fá þig til
að taka það rólega, en sjáðu bara hvað þú ert búinn að gera þér.” Allt í
einu opnar Raggi annað augað, lítur til himins og segir, “þegiðu maður,
þeir eru alveg að koma….”
Spirou Svalsson