———————————————- ———————
Þorláksmessa var runnin upp og herra Jóli sjálfur sat niðursokkinn við að skrifa jólagjafalistann á verkstæði sínu og yfirfara hann aftur og aftur, þegar barið er létt á dyrnar og frúin hans Jóla spyr hann brosandi og elskulega: “Hvar á ég að setja stígvélin og vettlingana þína?”
Jóli, önnum kafinn og aðeins önugur yfir þessari léttvægu truflun svarar undireins: “Æ! Settu þetta fram við útidyr og hættu að trufla mig. Sérð ekki að ég er þrælupptekinn?”
Hann rýnir þungur á brún í listann þegar nokkrum mínútum síðar er aftur barið á dyrnar. Glaðlegur álfur snarast inn. “Heyrðu Jóli! Öll leikföngin eru tilbúin og innpökkuð. Hvar viltu að ég setji þau?” Jóli svarar snöggt: “Hentu þeim á sleðann, auðvitað! Sérðu ekki að ég er að reyna komast af stað. Svo vil ég ekki frekari truflun!”
En rétt í því að Jóli nær aftur að einbeita sér yfir listann er hann truflaður. Engill stendur í dyrunum “ Jóli! Ég er hér með jólatréð þitt. Hvar viltu að ég setji það?”
Og síðan þá er sprottin hefðin, hversvegna engill er settur á toppinn á jólatrénu.
Takk fyrir og auðvitað GLEÐILEG JÓL!! :)
brosbirta:)
beygla