frekar godur
Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að konan hans fór frá honum.
Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra.
Topplúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.
Hmrmff… þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í…
og gaf aftur í… Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan
sig “Hvað er eiginlega að mér?” …hægði á og keyrði út í vegarkantinn.
Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:
“Þetta hefur verið langur vinnudagur” sagði hann “ég er að
ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur
komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri
en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn”
Karlinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:
“Kerlingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég
var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni”
“Góða helgi” sagði löggan.