Blómaáburður

Jón var á síðasta degi á hóteli úti á landi, alltí einu þurfti hann nauðsynlega að skíta. Klósettið í herberginu hans hafði brotnað í smá teiti sem hann hafði haldið kvöldið áður þannig að hann hljóp niður í andyri til að nota klósettið þar, en nú voru góð ráð dýr, klósettið þar var upptekið og hann fann að hann hafði u.þ.b. 10-15 sekúndur þangað til að hann einfaldlega skiti í buxurnar, þannig að hann brá á það ráð að hlaupa upp í herbergi, reif pottblóm sem að stóð við dyrnar upp úr pottinum og skeit í pottinn. Þegar að hann var búinn skellti hann blóminu bara yfir allt saman og dreif sig í burtu, skráði sig út og fór heim.
Viku seinna fékk hann bréf frá hótelinu sem að var svo hljóðandi:
“Kæri hr. Jón…. Við getum alveg gleymt öllu… segðu okkur bara, hvar er hann?”