Ungum manni langaði til að kaupa afmælisgjöf handa elskunni sinni.
Þar sem að þau höfðu ekki verið lengi saman þá ákvað hann eftir mikla íhugun að hanskar
væru rétta gjöfin: rómantískt en ekki of persónulegt.
Í fylgd með yngri systur kærustunnar fór hann og keypti par af hvítum hönskum.
Systirin keypti sér hinsvegar nærbuxur.
Þegar afgreiðslumaðurinn var að pakka inn þá ruglaði hann þessu saman og systirin
fékk hanskana en kærastan fékk nærbuxurnar.
Án þess að athuga innihaldið þá innsiglaði ungi maðurinn pakkann og sendi til kærustunnar
ásamt miða sem á stóð:
Ég valdi þetta af því að ég tók eftir því að þú hefur ekki haft það að vana
að klæðast þessu þegar við förum út á kvöldin.
Ef systir þín hefði ekki hjálpað þá hefði ég valið löngu með tölunum en hún
klæðist styttri sem er auðveldara að ná af.
Þetta er í ljósum lit, en konan ég keypti þetta hjá sýndi mér parið sem hún hafði
verið í síðastliðnar þrjár vikur og það sá varla á þeim. Ég lét hana máta þetta sem ég keypti
og það fór henni mjög vel.
Ég vildi að ég gæti verið hjá þér til að vera sá fyrsti sem hjálpaði þér í,
þar sem að það leikur enginn vafi á því að aðrar hendur munu snerta áður en
ég hef tækifæri á því að sjá þig aftur.
Þegar þú ferðu úr, mundu þá eftir að blása í þær áður en þú leggur þær frá þér
þar sem að þær munu náttúrulega vera nokkuð rakar eftir notkun.
Hugsaðu þér bara hvað ég mun koma til með að kyssa þær oft á komandi ári!
Ástarkveðjur.
P.S. Það nýjasta er að bretta örlítið uppá þannig að smá brúskur sjáist