Þrír menn voru dánir og voru á leiðinni til Lykla-Péturs. Þegar þeir komu ákvað Lykla-Pétur að skemmta sér svolítið. Sá sem dó versta dauðdagann má fara upp til himna sagði Lykla-Pétur.

Sá fyrsti sagði: Ég bý á 3. hæð í blokk. Það var þannig að ég hafði alltaf haldið að konan mín væri að halda framhjá svo ég ákvað að koma snemma heim úr vinnunni og finna manninn. Eftir langa leit fann ég hann ekki. Ég fór útá svalir og sé þar mann hangandi á svalarhandriðinu. Ég varð svo reiður að ég byrjaði að slá á fingurna á honum, en hann datt ekki niður. Þá náði ég í hamarinn minn og fór að lemja. Þá datt hann niður, en var svo heppinn að hann lenti á runna. Þannig að ég náði í ískápinn minn og henti honum á hann. Ég held að hann hafi dáið. En eftir alla áreynsluna fékk ég hjartaáfall og dó.
Þú hefur dáið hræðilegum dauðdaga, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.

Sá næst sagði: Ég bý á 4. hæð í blokk. Það var þannig að ég var að gera mínar daglegu armbeygjur á svölunum hjá mér. En vildi svo óheppilega til að ég rann til og datt, en svo heppilega til að ég náði tökum á svölunum fyrir neðan. Ég var búinn að hanga þar í nokkurn tíma þegar maður kemur út á svalir. Ég verð rosalega glaður þangað til hann fer að lemja á fingurna á mér. En ég næ að halda mér. Þá nær hann í hamar og lemur á fingurna. Þá datt ég, en lendi á runna. Þegar ég er að fara að standa upp hendir hann ísskáp á mig. Og þá dó ég.
Þetta var ennþá verri dauðdagi, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.

Sá þriðji sagði: Já, það var þannig að ég var að fela mig í ísskáp…