Á salernisaðstöðu á fínum veitingastað standa viðskiptafræðingur, lögfræðingur og bóndi hlið við hlið og nota pissuskálarnar.
Viðskiptafræðingurinn klárar, rennir upp og byrjar að þvo, eða bókstaflega skrúbba á sér hendurnar… alveg upp að olnbogum. Notaði síðan um það bil 20 bréf til að þurrka sér. Hann snýr sér að hinum og segir, “Ég gekk í Harvard. Þar kenndu þeir okkur að vera hreinlegir.”
Lögfræðingurinn kláraði og bleytti fingurgómana, greip eitt bréf og sagði, “Ég lærði í Princeton, þar kenndu þeir okkur að vera umhverfisvænir.”
Bóndinn renndi upp og á leiðinni út segir hann, “Ég lærði á Hvanneyri. Þar var okkur kennt að pissa ekki á puttana á okkur.”