Jónas tók að sér að leika jólasvein fyrir nokkra vini sína og eitt af því sem hann gerði var að læðast inn til þeirra að næturlagi og koma gjöfum fyrir við jólatréð. Þetta gekk bara ágætlega þar til hann kom í stofuna hjá Guðmundi. Þar tók hann eftir að á sófanum svaf ljóshærð og löguleg stúlka á tvítugsaldri. Henni brá skiljanlega þegar þessi skeggjaði maður kom allt í einu inn, en róaðist fljótt þegar hún sá hver þetta var. Jónas tók eftir, þegar sængin hennar rann niður á gólf, að hún var klædd í náttkjól sem sýndi meira en hann huldi. Jónas reyndi að útskýra veru sína þarna.
“Guðmundur bað mig að leika jólasvein fyrir hann Svenna litla,” sagði hann. “Ég ætla bara að setja gjafirnar hérna við tréð og svo er ég farinn.”
“Vertu ekkert að flýta þér mín vegna,” sagði sú ljóshærða og Jónas komst ekki hjá að taka eftir að annar hlýrinn á náttkjólnum hennar rann niður af öxlinni.
“Ég ætla ekkert að trufla,” sagði Jónas og færði sig nær dyrunum. “Ég bara fer eins og ekkert hafi í skorist.”
“Viltu ekki setjast hérna hjá mér í smá stund, Gáttaþefur,” sagði stúlkan. Nú tók Jónas eftir því að hinn hlýrinn rann af öxlinni og brátt var náttkjóllinn í kuðli um mjaðmir hennar.
“Sko,” sagði Jónas, “ég á eftir að fara í nokkur hús, og hef frekar lítinn tíma.”
“Bara smá tíma, það þarf ekkert að tefja þig.” sagði stúlkan og stóð upp. Við það rann náttkjóllinn niður á gólf og hún stóð fyrir framan hann álíka mikið klædd og þegar hún fæddist og rétti fram hendurnar. “Elsku Gáttaþefur, gerðu það!”
“Andskotinn!” sagði Jónas og kastaði pokanum á gólfið. “Jæja þá, ég kemst hvort eð er ekki upp reykháfinn í þessu ástandi.”
Bréf til Sveinka
Jónas var að vinna sem bréfberi fyrir jólin og fann þá bréf sem stílað var á Jólasveininn Gáttaþef, Norðurpólnum. Hann opnaði bréfið og las þessi átakanlegu skilaboð:
Kæri Gáttaþefur,
Heldurðu að það væri nokkur möguleiki að gefa mér þrjátíu þúsund krónur í jólagjöf?
Ég er ekki að biðja um þetta bara mín vegna, heldur vegna mömmu minnar, sem er ekkja og vegna þriggja systra minna, sem eiga engan föður, aumingjarnir litlu. Með þrjátíu þúsund krónum gæti ég keypt mér hjól og á því gæti ég fengið vinnu eftir skólann við að bera út blöð. Fyrir það fengi ég fimmtán hundruð krónur á viku og mamma gæti vel notað þá peninga vegna þess að það eina sem hún fær eru dánarlaunin eftir hann föður minn, heitinn.
Þinn einlægur
Páll Margeirsson
Ásbúðarvegi 4a
Jónasi þótti svo mikið til koma að hann fór með bréfið á fund í frímúrarareglunni sinni.
Bréfið var lesið upp á fundi og bræðurnir löggðu allir í púkkið til að safna handa drengnum og bágstaddri fjölskyldu hans. Þegar þeir töldu peningana kom í ljós að það náði tuttugu og fimm þúsund krónum. Þessi upphæð var sett í umslag sem merkt var frímúrarareglunni og Jónas tók að sér að senda það til drengsins.
Nokkrum dögum eftir jól sá Jónas annað bréf til jólasveinsins skrifað með sömu hendi. Hann hafði ekki fyrir að opna það, en fór með það á reglufund og las það þar upphátt:
Kæri Gáttaþefur,
Þakka þér kærlega fyrir að senda mér þessa peninga fyrir nýja hjólinu mínu, en næst þegar þú gerir svona, þá skaltu passa þig á að senda ekkert í gegnum frímúrarana, því helvítis fólin stálu fimmþúsundkalli af mér.
Þinn Páll Margeirsson.
<br><br>
Ég vil fá áhugmálið Áfengi