Einn gamall og góður
Töframaðurinn David Copperfield vinnur á skemmtiferðaskipi. Hann hefur gert sömu töfrabrögð sín í rúm tvö ár. Áhorfendur hans kunnu vel að meta hann og alltaf voru nýir og nýir farþegar svo að hann þurfti sjaldan eða jafnvel aldrei að skipta út gömlu töfrabrögðum sínum fyrir ný. Aftur á móti var páfagaukur einn í búri sem var staðsett aftast í áhorfendasalnum sem horfði á töframanninn kvöld eftir kvöld, ár eftir ár. Loks, fattar páfagaukurinn hvernig töfrabrögðin virka og byrjar að öskra það út til áhorfendana. Til dæmis þegar töframaðurinn lét blómvönd hverfa þá skrækti páfagaukurinn “Bak við hann! Bak við hann!” Töframaðurinn varð eðlilega mjög pirraður yfir þessu, en hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Páfagaukurinn tilheyrði skipstjóranum svo að hann gat ekki bara drepið hann. Einn daginn, lendir skipið í óveðri og sekkur. Töframaðurinn nær að synda að stórum rekavið og nær taki. Páfagaukurinn situr hinum megin á rekaviðnum. Þeir horfa á hvorn annan og reka um í sjónum. Þrír dagar líða og enn talast þeir ekki við. Á fjórða degi, lítur páfagaukurinn á töframanninn og segir: “OK ég gefst upp. Hvar faldirðu skipið?”