Jónas var að vinna á bar þegar handalaus maður kom inn og bað um bjór. Jónas hellti í glas fyrir hann og setti það á borðið.
“Heyrðu, barþjónn,” sagði maðurinn. “Ég er handalaus – heldurðu að þú gætir haldið glasinu upp að munninum á mér?”
“Auðvitað,” sagði Jónas.
“Ég er með vasaklút í vasanum, heldurðu að þú gætir tekið hann og þurrkað mér um munninn?”
“Nema hvað sagði Jónas.” “Ef þú ferð í hægri buxnavasann minn,” sagði sá handalausi, “þá finnur þú þar pening fyrir bjórnum.”
Jónas sótti peninginn.
“Þú ert búinn að vera mjög almennilegur,” sagði sá handalausi. “Það er bara eitt enn. Hvar er karlaklósettið?”
“Þú ferð út um dyrnar,” sagði Jónas, “upp eftir götunni um hálfan kólómeter og þar er bensínstöð á horninu með almenningssalerni.”


————————————————- ——————————-
Jónas og Guðmundur fóru saman í ferðalag til London með fjölskyldur sínar. Eftir að hafa verið nokkra daga í London ákváðu þeir að taka fjölskyldurnar með lest til Liverpool til að sjá leik Liverpool og Everton.

Á lestarstöðinni keypti Jónas miða handa hverjum fjölskyldumeðlim, en Guðmundur keypti bara einn. Jónas varð dálítið hissa og spurði Guðmund: “Hvernig ætlarðu að koma allri fjölskyldunni með lestinni til Liverpool með bara einn miða?”
“Bíddu bara og sjáðu,” sagði Guðmundur.


Nú fóru allir um borð í lestina og stuttu seinna lagði hún af stað. Allir komu sér vel fyrir og nutu ferðarinnar, en stuttu áður en lestarvörðurinn var væntanlegur stóðu Guðmundur og fjölskylda upp og tróðu sér inn á næsta klósett. Þegar lestarvörðurinn kom bankaði hann á dyrnar og kallaði “Miða, takk!”. Guðmundur opnaði þá smá rifu á dyrnar og rétti miðann út. Þegar vörðurinn var farinn settist fjölskyldan aftur. Þetta fannst Jónasi gott ráð og ákvað að prófa það á leiðinni til baka.

Leikurinn fór eins og best var á kosið (???) og fjölskyldurnar fóru á lestarstöðina í Liverpool til að kaupa miða. Jónas keypti bara einn miða, en hann varð forviða þegar hann sá að Guðmundur keypti engan.
“Hvernig ætlarðu að komast alla leið til London án þess að hafa miða?” spurði Jónas.
“Bíddu bara og sjáðu,” sagði Guðmundur.

Aftur komu allir sér fyrir í lestinni og stuttu áður en lestarvörðurinn kom stóðu Guðmundur og fjölskylda upp og tróðu sér inn á eitt klósettið. Jónas og fjölskylda tróðu sér þá inn á næsta klósett við. Nú leið dálítil stund, en þá kom Guðmundur út af sínu klósetti, bankaði á dyrnar hjá Jónasi og kallaði “Miða, takk!”


—————————————— ————————————–
Jónas og Guðmundur ráku lítið fyrirtæki saman og einn daginn voru þeir að rífast heiftarlega um kynlíf.
„Ég tel,“ sagði Jónas, „að kynlífið sé 90 prósent erfiði og 10 prósent skemmtun.“
„Helvítis della,“ sagði Guðmundur. „Kynlífið er 90 prósent skemmtun og 10 prósent erfiði.“
Um þetta tókst þeim að rífast heil-lengi, eða þar til einn starfsmanna fyrirtækisins, ungur maður með framtíðina fyrir sér, kom þar að. Þeir ákváðu að bera þetta undir hann.
Eftir smá íhugun sagði ungi maðurinn: „Kynlíf er hundrað prósent skemmtun!“
„Af hverju segir þú það,“ spurðu Jónas og Guðmundur báðir í einu.
„Vegna þess,“ sagði ungi maðurinn, „að ef það væri eitthvað erfiði fólgið í því, þá mynduð þið láta mig gera það fyrir ykkur.“


—————————————— ————————————–
Jónas stoppaði við á píanóbar til að fá sér í botninn á eins og tveim-þrem glösum. Á meðan hann var þar fór píanóleikarinn að spila lag sem Jónasi fannst það allra fallegasta sem hann hafði heyrt. Lagið var svo fallegt, laglínan svo blíð og uppbygging lagsins svo angurvær, að Jónas táraðist. Þegar píanóleikarinn hafði lokið laginu fór Jónas til hans og sagði „Þetta var það allra fallegasta lag sem ég hef heyrt!“
„Þakka þér fyrir,“ sagði píanistinn. „Ég samdi það fyrir um það bil ári.“
„Er það?“ sagði Jónas. „Ég hef aldrei heyrt það fyrr.“
„Nei, það er ekki skrítið, það hefur aldrei selst.“
„Það er slæmt,“ sagði Jónas, „þetta er nefnilega svo afskaplega fallegt lag.“
„Já, það er rétt,“ samsinnti píanistinn. „Útgefendunum líkaði mjög vel við lagið, en þeir voru ósáttir við titilinn á því og ég vildi ekki breyta honum.“
„Það er fáráðlegt,“ sagði Jónas. „Hvaða máli skiptir hvaða titil lagið hefur? Það er lagið sem er aðalatriðið.“
„Ég veit það,“ sagði píanóleikarinn, „en þeir vildu ekki titilinn sem ég hafði valið.“
„Hvað í ósköpunum heitir svo lagið?“
„Ég elska þig svo mikið að ég fæ sting í bæði eystun.“


—————————————– —————————————
Jónas fór að heimsækja aldraðan föður inn á elliheimili. Hann fann gamla manninn þar sem hann sat á stól í setustofunni. Rétt hjá var ein af hjúkrunarkonunum sem sáu um að gamla fólkinu liði vel og tæki pillurnar sínar. Jónas settist hjá föður sínum og fór að segja honum tíðindi að heiman. Eftir smá stund byrjaði pabbi gamli að hallast til vinstri í stólnum sínum og þegar hallinn var orðinn hættulega mikill stökk hjúkrunarkonan til og rétti hann við aftur.
Enn leið smá stund og nú fór sá gamli að hallst til hægri og enn kom hjúkkan og rétti hann við. Þetta gekk svona mestallan heimsóknartímann, pápi hallaðist til skiptis til hægri og vinstri og hjúkkan rétti hann við. Rétt áður en heimsóknartíminn var búinn sagði Jónas við föður sinn „Jæja, pápi minn, og hvernig hefurðu það svo hérna á þessu nýtísku elliheimili?“
„Jú, þakka þér fyrir,“ sagði sá gamli. „Við höfum svosem allt til alls og maturinn er ekki skorinn við nögl. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er að helvítis hjúkkurnar vilja ekki leyfa manni að reka við!“


——————————————– ————————————
Jónas var að vinna sem bréfberi fyrir jólin og fann þá bréf sem stílað var á Jólasveininn Gáttaþef, Norðurpólnum. Hann opnaði bréfið og las þessi átakanlegu skilaboð:



Kæri Gáttaþefur,
Heldurðu að það væri nokkur möguleiki að gefa mér þrjátíu þúsund krónur í jólagjöf?
Ég er ekki að biðja um þetta bara mín vegna, heldur vegna mömmu minnar, sem er ekkja og vegna þriggja systra minna, sem eiga engan föður, aumingjarnir litlu. Með þrjátíu þúsund krónum gæti ég keypt mér hjól og á því gæti ég fengið vinnu eftir skólann við að bera út blöð. Fyrir það fengi ég fimmtán hundruð krónur á viku og mamma gæti vel notað þá peninga vegna þess að það eina sem hún fær eru dánarlaunin eftir hann föður minn, heitinn.


Þinn einlægur
Páll Margeirsson
Ásbúðarvegi 4a



Jónasi þótti svo mikið til koma að hann fór með bréfið á fund í frímúrarareglunni sinni.
Bréfið var lesið upp á fundi og bræðurnir löggðu allir í púkkið til að safna handa drengnum og bágstaddri fjölskyldu hans. Þegar þeir töldu peningana kom í ljós að það náði tuttugu og fimm þúsund krónum. Þessi upphæð var sett í umslag sem merkt var frímúrarareglunni og Jónas tók að sér að senda það til drengsins.
Nokkrum dögum eftir jól sá Jónas annað bréf til jólasveinsins skrifað með sömu hendi. Hann hafði ekki fyrir að opna það, en fór með það á reglufund og las það þar upphátt:



Kæri Gáttaþefur,
Þakka þér kærlega fyrir að senda mér þessa peninga fyrir nýja hjólinu mínu, en næst þegar þú gerir svona, þá skaltu passa þig á að senda ekkert í gegnum frímúrarana, því helvítis fólin stálu fimmþúsundkalli af mér.


Þinn Páll Margeirsson.




————————————————- ——————————-
Jónas og Guðmundur voru þáttakendur í pókerspili þar sem spilað var uppá háar fjárhæðir. Í eitt skiptið voru allir búnir að leggja niður spilin nema þeir tveir og í pottinn voru komnar margar miljónir króna. Nú vildi Guðmundur trufla Jónas, sem virtist ekki láta neitt á sig fá, og þannig ná yfirhöndinni í spilinu. Hann stóð því upp, renndi hönd sinni eftir berum skallanum á Jónasi og sagði „Nei, veistu hvað, Jónas? Skallinn á þér er eins viðkomu eins og rasskinnin á konunni minni.“
Jónas lyfti þá höndinni ótruflaður, strauk sér um skallann og sagði „Já, sko bara, það er rétt hjá þér!“


——————————————– ————————————
Jónas var eitthvað limpulegur eftir áramótin og fór að finna lækninn sinn.
Læknirinn skoðaði Jónas nákvæmlega, fann hvað var að honum og lét hann fá lyfseðil fyrir stikkpillum og (að því hann hélt) nákvæmar leiðbeiningar um notkun þeirra.
Nokkrum dögum seinna hittust þeir aftur, Jónas og læknirinn og sá síðarnefndi spurði Jónas hvernig hann hefði það.
„Ég skal segja þér það,“ sagði Jónas snúðugur. „Þessar pillur sem þú lést mig fá, þær virkuðu bara andskotan ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég hefði allt eins getað rekið þær upp í rassgatið á mér!“


——————————————– ————————————