Jónas var á ferðalagi um Asíu og kom við í ferðum sínum í Hong Kong.
Þar sá hann götusala sem var að selja mjög framandleg austurlensk
djásn og hann keypti nokkrar fallegar nælur.

Þegar hann kom heim valdi hann stærstu og falegustu næluna og gaf
tengdamóður sinni til að halda henni góðri. Tengdó var mjög hrifin
af kínversku nælunni og bar hana hvar og hvenær sem færi gafst og
sagði “Sjáiði bara hvað hann Jónas er góður við tengdamóður sína.
Það hefðu nú ekki allir tengdasynir gefið tengdamóður sinni svona
stóra og fallega og dýra nælu!”.

Eitt kvöld var hún boðin í stóra og mikla veislu þar sem komu margir
erlendir sendifulltrúar og þar á meðal úr kínverska sendiráðinu.
Tengdó hugsaði gott til glóðarinnar að fá nú tækifæri til að sýna
þeim kínversku næluna og fá þýðingu á þeim kínversku táknum sem á
hana voru skorin.

Hún króaði einn kínverskan sendimann úti í horni, sýndi honum næluna
og spurði hann hvort hann gæti lesið það sem á henni var. Hann var
ekki alveg frá því að hann gæti það og spurði hvort hún vildi endilega
vita það. “Jú, fyrir alla muni, segðu mér það,” sagði hún.

“Jú, sko,” sagði hann á góðri íslensku. “Í fyrsta lagi er nælan á hvolfi
og í öðru lagi stendur á henni ‘Ríkisstjórinn í Hong Kong. Opinber hóra.
Þriðji flokkur.’”