Jónas var á árlegri skoðunarferð sinni um elliheimilið. Hann kom við
í matsalnum og hitti þar þrjá gamla og hruma menn. Hann spurði þann
fyrsta hve gammall hann væri.

“Ég er nú orðinn áttatíu og tveggja ára gamall!” sagði sá gamli.
“Hvað þakkar þú það að hafa náð þessum aldri?” spurði Jónas.
“Ja, ég trúi því að algert bindindi á tóbak og vín og konur hafi orsakað
það að ég er orðinn þetta gamall.” sagði sá gamli.

Jónas fór til næsta manns og spurði hann að aldri.
“Ég er áttatíu og þriggja ára gamall.”
“Hver er þín uppskrift til að ná þessum aldri?” spurði Jónas.
“Það skal ég segja þér,” sagði gamli maðurinn. “Ég trúi á hóf í öllu.
Ég reykti dálítið, fékk mér í glas við og við og gamnaði mér með konum
þegar vel lá á mér. Það er þetta hóflífi sem hefur haldið í mér lífinu
þetta lengi.”

Þriðji maðurinn staulaðist til þeirra og tók fram í fyrir honum.
“Bölvuð ekkisens della er þetta!” sagði hann. “Þú skalt ekki taka neitt
mark á þessum gömlu fíflum. Maður á að hella sér af krafti í ólifnaðinn.
Það gerði ég. Ég reykti eins og skorsteinn, drakk allt sem rann og reið
öllu sem hreyfðist!”
“Og hvað ert þú gamall?” spurði Jónas.
“Tuttugu og fimm ára!”