Jónas sat í makindum heima hjá sér þegar konan hans tók hann allt
í einu tali:

“Jónas minn,” sagði hún, “ef ég dæi allt í einu, heldurðu að þú
mundir gifta þig aftur?”
“Ja, ég veit ekki,” sagði Jónas. “Ég er nú hvorki svo gamall
eða svo ljótur að ég gæti ekki hugsað mér að kvænast aftur, svo -
jú, ég mundi ekki telja það alveg óhugsandi.”
“En Jónas,” spurði hún aftur, “mundir þú koma með hana hérna í
fallega húsið okkar?”
“Tjahh,” sagði Jónas, “ég er nú búinn að streða fyrir þessu húsi,
lánin eru nokkurn vegin búin og húsið er í góðu ástandi, svo ég sé
enga ástæðu til að nota það ekki.”
“Jónas minn,” hélt hún áfram, “mundir þú láta hana hafa pelsinn minn
og flottu kjólana mína?”
“Ég geri ráð fyrir því,” sagði Jónas, “þetta eru allt nokkuð góðir
hlutir, svo það væri heimskulegt að henda þessu öllu á haugana þó þú
værir öll.”
“En Jónas, mundir þú láta hana hafa handsmíðuðu golfkylfurnar mínar?”
“Nei, hún er örvhennt.”