Jónas fór eitt sinn á veitingahús og bað þjóninn að færa sér flösku af
víni. “En,” sagði Jónas, “þetta verður að vera alveg sérstakt vín.
Það VERÐUR að vera rauðvín, árgerð 1944, gert úr vínberjum sem uxu í
brekku sem snýr í austurátt!”

Þjónninn kom með flösku og gaf Jónasi að smakka. “Nei,” sagði Jónas,
“þetta er árgerð 1942 úr suðurbrekku.” Þjónninn athugaði á flöskuna
og, mikið rétt, þetta var einmitt eins og Jónas sagði.

Þá fór þjónninn og náði í aðra flösku, sem hann opnaði og gaf Jónasi að
smakka. Jónas afþakkaði hana, sagði hana frá árinu 1945 og úr norðurbrekku.
Þjónninn skoðaði miðann og sá að það var rétt og fór og sótti þriðju flöskuna.

Jónas smakkaði úr þriðju flöskunni, en sendi hana sömu leið og hinar með
þeim orðum að þetta væri árgerð 1943 úr vesturbrekku. Þjónninn var orðinn
frekar argur á þessu, en fór samt að ná í enn aðra flösku.

Þegar þjónninn var farinn stóð drukkinn maður upp af stólnum sem hann sat
á í horninu og gekk til Jónasar. Hann var búinn að fylgjast heillaður með
og rétti Jónasi nú glas og sagði “Hana, smakkaðu þetta?” Jónas gerði það,
en hrækti vökvanum út úr sér strax aftur. “Oj-bara,” sagði Jónas, “þetta
er hland!”

“Já, ég veit það,” sagði sá fulli, “ en hvað er ég gamall?”