Jónas gekk út úr húsinu, út á götu og rétti upp höndina. Í sömu andrá kom leigubíll og stoppaði. Bílstjórinn bauð góðan daginn og sagði „Frábær tímasetning. Alveg eins og hjá Ragúel.“
„Hverjum?“ spurði Jónas.
„Ragúel Jónssyni. Það var sko maður sem gerði allt rétt. Eins og núna þegar ég kom eftir götunni akkúrat þegar þig vantaði leigubíl. Þannig hefði það verið hjá Ragúel. Í hvert einasta sinn.“
„Það eru alltaf einhver vanræði hjá öllum,“ andmælti Jónas.
„Ekki hjá Ragúel. Hann var stórkostlegur íþróttamaður. Hann hefði getað orðið atvinnumaður í tennis. Hann gat spilað golf eins og Tiger Woods – betur! Hann söng eins og óperustjarna og dansaði betur en Heiðar Ástvalds á góðum degi.“
„Það var greinilega eitthvað í hann spunnið.“
„Hann var með algert ljósmyndaminni. Mundi afmælisdaga allra sem hann hitti. Hann vissi allt um vín, hvaða gaffal átti að nota með hvaða rétt. Hann gat lagað allt. Ekki eins og ég. Ef ég reyni að skipta um öryggi, þá fer rafmagnið af öllu hverfinu.“
„Ég er ekki hissa þó þú munir eftir honum.“ sagði Jónas.
„Ja, ég hef nú eiginlega aldrei hitt hann.“ sagði bílstjórinn.
„Af hevrju veistu þá svona mikið um hann?“ spurði Jónas.
„Ég kvæntist ekkjunni hans.“