Jónas hafði átt við geðræn vandamál að stríða í mörg ár, en nú virtist hann vera kominn á það stig að hægt væri að hleypa honum aftur út í samfélagið.
Yfirlæknirinn ákvað samt sem áður að taka Jónas í eitt viðtal áður en hann leyfði honum að fara út af stofnuninni.
„Segðu mér, Jónas,“ sagði yfirlæknirinn, „ef þú færð að fara út núna, eins og við erum að íhuga, hvað heldurðu að þú mundir gera, hvernig mundir þú reyna að gagnast þjóðfélaginu?“
Jónas sagði „Það væri dásamlegt að komast út á meðal manna aftur og ég myndi forðast eins og heitan eldinn að gera sömu mistökin aftur.
„Eins og þú veist, þá var ég kjarneðlisfræðingur og það var stressið og streitan við að vinna erlendis að vopnaframleiðslu sem komu mér hingað inn á sínum tíma. Ef ég fæ að fara héðan þá myndi ég einbeita mér að fræðilega hluta kjarneðlisfræðinnar og gera vísindalegar tilraunir sem hafa ekkert með vopn að gera, en gætu gagnast mannkyninu og gert manninum lífið auðveldara.“
„Það er frábært!“ sagði læknirinn
„Annað sem ég gæti gert,“ hélt Jónas áfram, „væri að fara að kenna í framhaldskóla. Ég veit að launin eru lág og vinnutíminn langur, en það er ýmislegt á sig leggjandi til að aðstoða ungt og gáfað fólk að öðlast menntun og þroska og það er alltaf mikil þörf fyrir nýja og frjóa vísindamenn í þessum heimi. Ég gæti hjálpað til við að þroska og þróa slíka vísindamenn.“
„Að sjálfsögðu,“ sagði læknirinn.
„Þar fyrir utan, þá gæti ég skrifað bækur. Það er mikil þörf á bókum á mínu sviði fyrir almenning. Ég gæti jafnvel skrifað skáldsögu byggða á reynslu minni á þessari frábæru stofnun.“
„Það er athyglisverður möguleiki,“ sagði læknirinn.
„Nú, og ef ekkert af þessu á við mig, þá get ég alltaf haldið áfram að vera kaffikanna.“