Maður nokkur kom til læknis illa krambúleraður með 5-járn vafið
um hálsinn. Læknirinn gerði að sárum hans og á meðan hann
sagaði kylfuna burt spurði hann manninn hvað hefði komið fyrir.
“Jú, sko, við vorum að spila golf, konan mín og ég, og á 3.
braut týndist kúlan hennar. Við leituðum um allt en hún fannst
hvergi. Þá sá ég belju, sem lá og jórtraði, svo mér datt í hug
að lyfta halanum á henni, og viti menn: þar var kúla sem mér
sýndist vera kúla konu minnar, svo ég kallaði: ‘Sjáðu, ástin mín,
þessi er eins og þín!’…”